miðvikudagur, október 06, 2004

Næsti fundur

Á næsta fundi verður farið í póstaleik, mjög skemmtilegt og við kvetjum alla til að mæta vel klædda, eða allavegana klædda eftir veðri. Lofum mjög góðri skemmtun og útiveru í svona allavegana klukkutíma.
Sveitarforingjar

Óveður

Ferðinni sem átti að fara í á laugardaginn var frestað vegna veðurs um óákveðinn tíma, við látum ykkur vita þegar og ef það verður farið í þessa ferð einhverntíman fljótlega.

miðvikudagur, september 29, 2004

Dagsferð 2. oktober 2004

Skátasveitin Yggdrasill ætlar að fara í dagsferð.
Áætlað er að leggja af stað frá Skátaheimilinu klukkan 13:00 laugardaginn 2. oktober og ganga upp að ártali. Góðir skór og föt eftir veðri eru skylda, svo er bara að taka með sér nesti til að borða í fjallinu. Áætlað er að vera í fjallinu í svona 2- 3 tíma(svo allir að klæða sig vel) og koma þá niður einhverntíman milli klukkan 4 0g 5. Nánari upplýsingar er að finna hjá sveitarforingjum og aðstoðarsveitarforingjum Yggdrasils.

þriðjudagur, september 07, 2004

Bréf frá fundi 7. september 2004

Ísafirði í septemberbyrjun 2004

Kæri lesandi.

Þetta bréf er afhent þeim sem sótt hafa fyrsta fund starfsársins hjá skátasveitinni Yggdrasil í Skátafélaginu Einherjar – Valkyrjan.

Skátasveitin Yggdrasill er skipuð börnum úr 6. – 9. bekk grunnskóla. Sveitin er ein þeirra sveita sem starfa í Skátafélaginu Einherjar – Valkyrjan á Ísafirði. Félagið byggir á gömlum grunni öflugs skátastarfs á Ísafirði og er skátasveitin flaggskip félagsins.

Sveitarforingjar Yggdrasils og stjórn skátafélagins bjóða nýja félaga hjartanlega velkomna og skáta sem starfað hafa með okkur áður velkomna á nýjan leik. Starfið á starfsárinu verður með hefðbundnu sniði sem hefur það að markmiði að gera einstaklingana að betri þjóðfélagsþegnum, færari að starfa sem hluti af flokk og sveit jafningja.

Á fyrri helmingi starfsársins verður starfið hefðbundið, fundir á þriðjudagskvöldum klukkan 19:30, ýmist í flokkum eða með sveitinni allri. Auk þess verða einhverjar styttri ferðir um helgar, dagsferðir til að koma blóðinu á hreyfinu en nágrenni Ísafjarðar býður upp á skemmtilega möguleika til útivistar en útivist er mikilvægur þáttur í skátastarfi. Eftir áramót má reikna með að starfið litist að miklu leiti af undirbúningi ferðar sveitarinnar á Landsmót skáta, Orka jarðar, sem verður haldið á Úlfljótsvatni næsta sumar. Meira um það síðar.

Við vonum að við fáum að sjá sem flesta á næstu fundum sveitarinnar. Vakni einhverjar spurningar vonumst við til með að heyra frá ykkur. Frekari upplýsingar um starfið má líka finna á heimasíðu félagsins http://www.einarogvala.blogspot.com .


Þórey Ösp Gunnarsdóttir
Sveitarforingi
Sími: 8693123
E-mail: thg1@hi.is

Hermann Grétar Jónsson
Aðstoðar sveitarforingi
Sími: 8665311
E-mail: coolisti@hotmail.com

Grímur Snorrason
Aðstoðar sveitarforingi
Sími:4564571
E-mail:

Ágúst Arnar Þráinnsson
Aðstoðar sveitarforingi
Sími:
E-mail: